C360_2017-02-11-11-22-47-621v (2)Við erum Jesús Rodríguez og Halla Sif Guðlaugsdóttir og höfum rekið Café Roma síðan í febrúar 2005. Hér er sagan okkar:

Við kynntumst aldamótaárið 2000 þar sem við vorum að vinna saman á veitingastað í borginni, Jesús nýkomin til landsins að vinna sem matreiðslumaður og Halla að stíga sín fyrstu skref í veitingageiranum sem þjónn. Eftir að við urðum par unnum við saman á nokkrum stöðum þangað til Halla fór yfir í bankageirann og hóf störf í banka í Kringlunni. Þar byrjaði hún að venja komur sínar í hádeginu á lítið kaffihús sem henni þótti notalegt afdrep frá áreiti Kringlunnar.  Síðan gerist það sem mætti flokka sem eina af lífsins skemmtilegu tilviljunum.  Halla hafði lengi borið þann draum með sér að reka sitt eigið kaffihús og hætta í skriffinnskunni í bankanum. Af sinni einskæru forvitni og samræðuáhuga Spánverjans komst Jesús að því að litla kaffihúsið var til sölu. Eftir smávegis hik og vangaveltur en umfram allt drifin áfram af áhuga stukkum við á tækifærið. Næstu mánuði hlupum við á milli vinnustaða og kom það stundum fyrir að sömu viðskiptavinum var sinnt í bankanum og á kaffihúsinu í hádeginu! Þegar við svo hættum á fyrri vinnustöðum gátum við hellt okkur af fullum krafti út í reksturinn.Viltu vita meira? kiktu hér til að sjá viðtal við okkur Í Morgunblaðinu

Síðan þá höfum við helgað okkur rekstrinum litla kaffihúsinu okkar. Við sáum hvernig veltan byrjaði smám saman að aukast og hvernig það að gefa sig allan í starfið skilar sér í blómlegu fyrirtæki. Við eigum blessunarlega stóran hóp af dásamlegum fastakúnnum sem sumir hverjir hafa verið með okkur frá fyrsta degi.

Við höfum frá fyrsta degi séð um allar hliðar rekstursins; allt frá bókhaldi og vefsíðugerðar til baksturs og eldunar. Að auki höfum við alltaf staðið sjálf vaktina sem við teljum grundvallaratriði í að veita sem besta þjónustu. Við vöndum valið á starfsfólki afar vel enda mikilvægt að skilja barnið sitt eftir í sem bestum höndum 😉 Starfsfólkið okkar fær sem allra bestu þjálfun þangað til það er búið að ná þeim gæðastöðlum sem við miðum við.

 

Hér er núverandi teymið okkar:

 

 

10603734_776407919080581_2276252184756391415_n (2)Sabina: Fæddist í Litháen en hefur búið á Íslandi síðan hún var smástelpa. Elskar allt sem viðkemur dýrum og börnum. Hún er stúdent úr Menntaskólanum í Kópavogi og vinnur nú á Café Roma í fullu starfi. Hefur starfað hjá okkur í rúm 3 ár.

 

 

 

 

 

15726306_10211120154617756_7315957715488922482_n (2)Hrefna: Stúdent úr Menntaskólanum við  Hamrahlíð og er aktífur meðlimur skátanna. Hrefna stundar nám við Háskóla Íslands og tekur vaktir á Café Roma með skólanum.  Hún bjó í Noregi í 5 ár, elskar náttúruna og hvers kyns handavinnu.

 

 

 

 

       Kaho: Stundar nám í íslensku við Háskóla Íslands. Kemur frá Japan og hefur brennandi áhuga á Íslandi og norrænu tungumálunum.

Öll tölum við ensku og að sjálfsögðu íslensku en eftir því hver stendur vaktina getum við spjallað á ýmsum tungumálum: spænsku, portúgölsku, þýsku, dönsku, norsku, frönsku, rússnesku og litháísku.