Stökkar að utan og mjúkar að innan, bornar fram með sultu og rjóma eða nutella og rjóma. Eru ekki flestir komnir með vatn í munninn? Café Roma býður nú upp á nýtt bakkelsi með kaffinu: Volgar belgískar vöfflur. Til að byrja með áttu vöfflurnar einungis að vera tímabundinn gestur til að halda upp á alþjóðlega vöffludaginn þann 25.mars. Þær hittu hinsvegar beint í mark hjá viðskiptavinum okkar svo við gátum ekki annað en orðið við óskum þeirra um að halda áfram með þessa dásemd. Vertu velkominn í vöfflukaffi!

Belgískar vöfflur