Við erum fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið rekið í 14 ár. Markmið okkar er að bjóða upp á gæðakaffi og te og láta viðskiptavininn fara ánægðari út en hann kom inn. Við erum þekkt fyrir frábæra þjónustu og glaðlynt starfsfólk, sem leggur mikla áherslu á að hvert smáatriði sé í lagi, ávallt með hag viðskiptavinarins fyrir brjósti.

 

Við bjóðum upp á nýbakað bakkelsi og brauð með kaffinu sem er útbúið á hverjum degi. Sumt af því bökum við og útbúum sjálf en annað kaupum við daglega frá Myllunni. Kaffið okkar er flutt inn af Te og Kaffi, ristað hér á landi og sérblandað fyrir okkur til að mæta gæðastöðlum okkar. Það er því alltaf eins ferskt og mögulegt er. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af dagblöðum og tímaritum til aflesturs, bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Fyrir yngstu kynslóðina bjóðum við upp á ýmsa afþreyingu, s.s púsluspil og litabækur, auk þess sem 2 barnastólar eru á staðnum. Og að sjálfsögðu bjóðum við upp á frítt wifi.

 

 

Ef þú vilt kynnast fólkinu á bakvið staðinn kíktu hér.

Ef þú vilt vita hvar við erum kíktu hér.

Ef þú vilt sjá myndir kíktu hér

Opnunartímar eru hér.

Email er hér.