Café Roma vill koma til móts við þá sem hugsa um heilsuna og auðvelda þeim að vanda valið á heilsusamlegri og siðferðislega betri kostum. Frá og með deginum í dag munum við því ekki rukka aukalega fyrir sojamjólk eða fjörmjólk. Þar að auki erum við nýbyrjuð með Oatly haframjólkina vinsælu og nýjan vegan rjóma frá Soyatoo! til að toppa vegan kakóið, swiss mocca eða frappucino. Að sjálfsögðu allt án auka kostnaðar. Þú getur því fengið alla kaffidrykki vegan frá toppi til táar hjá okkur 🙂

Grænkerar verið velkomnir á Roma!

 

Vegan uppfærsla