Við erum afar stolt yfir að hafa hlotið, þriðja árið í röð, viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki Kringlunnar. Það þýðir að í árlegri þjónustukönnun sem framkvæmd er á vegum Kringlunnar náðum við fullu húsi stiga. Við fengum fínan bikar að launum sem sem
Þessi brúna klassíska…
Við erum afar ánægð með að geta nú boðið ykkur upp á þessa heimabökuðu súkkulaðiköku. Hún er að sjálfsögðu bökuð af okkur og erum við hæstánægð með útkomuna. Við prófuðum okkur áfram með nokkrar uppskriftir en á endanum stóð þessi
Gómsæt gulrótarkaka
Við erum alltaf að reyna að auka við úrvalið okkar af heimabökuðum kökum. Nýverið bættist þessi dásamlega, blauta og djúsí gulrótarkaka í flóruna. Við getum svo sannarlega lofað ykkur að hún er algjörlega ómótstæðileg. Enda hefur uppskriftin legið í fórum
Omnom súkkulaðisæla
Við hreinlega elskum íslenska Omnom súkkulaðið og vildum endilega nýta okkur þetta dásamlega súkkulaði sem hráefni. Eftir margar tilraunir…og smakkanir…(sem okkur þótti nú ekki leiðinlegt) fæddust þessar súkkulaði brúnkur. Þær eru ekta klessukökur, massívar og hálfblautar í miðjunni og auðvitað búnar til
Trylltir kanilsnúðar
Ef þið hafið ekki þegar prófað þessa snúða þá mælum við með að þið gerið það hér og nú. Þeir eru á góðri leið með að verða mest selda bakkelsið okkar, lungamjúkir að innan og alltaf nýbakaðir. Ilmurinn af þeim
Nýtt og gómsætt
Þessir dúnmjúku snjóboltar eða öðru nafni Berlínarbollur eru nýlentir hjá okkur. Fylltar með hindberjum og húðaðar með flórsykri eru þær svakalega ljúffengar með kaffisopanum.
Jólakveðja
Kæru viðskiptavinir, við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða, þið eruð einfaldlega best. Það verður opið hjá okkur á aðfangadag en lokað á jóladag, annan í jólum og
30 ára afmæli Kringlunnar
Í lok október héldum við upp á 30 ára afmæli Kringlunnar með pompi og prakt. Mikið var um að vera í húsinu og fólk gerði sér að góðu tilboðin sem boðið var upp á. Belgísku vöfflurnar okkar hreinlega ruku út
Viðurkenning 2017
Við erum bæði stolt og þakklát yfir að hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki Kringlunnar annað árið í röð. Þetta þýðir að við hlutum fullt hús stiga í þjónustukönnun sem framkvæmd er á vegum Kringlunnar, bæði fyrir frábæra þjónstu sem og
Oatly haframjólkin bætist við
Við erum ánægð að tilkynna að nú hefur Oatly haframjólkin bæst í mjólkursafnið okkar. Hún er góður kostur fyrir vegana og ekki skemmir fyrir að hún freyðist afar vel og verður silkimjúk og falleg. Fullkomin í latte eða cappucino!