Við hreinlega elskum íslenska Omnom súkkulaðið og vildum endilega nýta okkur þetta dásamlega súkkulaði sem hráefni. Eftir margar tilraunir…og smakkanir…(sem okkur þótti nú ekki leiðinlegt) fæddust þessar súkkulaði brúnkur. Þær eru ekta klessukökur, massívar og hálfblautar í miðjunni og auðvitað búnar til úr hágæða 73% Omnom súkkulaði. Kökurnar eru ekki mjög stórar enda mjög saðsamar og að okkar mati fullkomið meðlæti með kaffinu.

Omnom súkkulaðisæla