Við erum afar ánægð með að geta nú boðið ykkur upp á þessa heimabökuðu súkkulaðiköku. Hún er að sjálfsögðu bökuð af okkur og erum við hæstánægð með útkomuna. Við prófuðum okkur áfram með  nokkrar uppskriftir en á endanum stóð þessi upp úr. Kremið er hnausþykkt súkkulaðismjörkrem og það sem setur punktinn yfir i-ið er kaffikeimurinn 🙂 Hún er ansi massíf svo það er ágætt að vera ekkert alltof svangur þegar maður pantar sér hana, en með kaffibollanum bráðnar hún hreinlega í munni!

Þessi brúna klassíska…